- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Danir í undanúrslitum í tíunda sinn

Rikke Iversen leikmaður danska landsliðsins brýtur sér leið í gegnum brailísku vörnina. Mynd/EPA

Danska landsliðið er komið í undanúrslit á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á Spáni eftir fimm marka sigur á brasilíska landsliðinu, 30:25, í átta liða úrslitum Palau d’Esports de Granollers. Þetta er í tíunda sinn sem danska landslið leikur til úrslita á heimsmeistaramóti í kvennaflokki.

Það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort andstæðingur danska landsliðsins verður sænska landsliðið eða ólympíumeistarar Frakka.


Danir voru með frumkvæðið í leiknum við brasilísku konurnar í kvöld. Aðeins munaði einu marki í hálfleik, 14:13. Þegar kom fram í síðari hálfleik varð styrkleikamunurinn skýrari. Enn og aftur léku markverðir danska liðsins stórt hlutverk. Að þessu sinni fór Sandra Toft á kostum. Hún varði 18 skot, þar af 11 í fyrri hálfleik, 40% markvarsla. Toft kórónaði frábæran leik með því að verja vítakast á síðustu sekúndunum.

„Það er fargi af okkur létt eftir þennan erfiða leik. Brasilíska liðið lék vel en við voru ennþá betri. Við erum tilbúnar í undanúrslitaleikinn. Ég er í sjöunda himni,“ sagði Toft m.a. í samtali við TV2 í Danmörk eftir leikinn.


Undanúslitaleikirnir fara fram á föstudaginn. Danir eru fyrstir til þess að krækja sér í sæti í þeim.


Mörk Danmerkur: Lærke N. Pedersen 6, Simone Catherine Petersen 5/5, Trine Østergaard Jensen 4, Anne Mette Hansen 4, Mie Højlund 3, Kathrine Heindahl 3, Louise Burgaard 2, Line Haugsted 1, Mette Tranborg 1, Kristina Jørgensen 1.
Mörk Brasilíu: Adriana Cardoso 10/3, Ana Paula Rodrigues 4, Larissa Araujo 3, Tamires De Araujo 3, Bruna De Paula 2, Patricia Matieli 2, Livia Ventura 1.


Klukkan 19.30 mætast Spánverjar og Þjóðverjar í síðari undanúrslitaleik dagsins. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá leiknum á RÚV2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -