- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Fimmti keppnisdagur – Alfreð fékk tvö stig yfir morgunmatnum

Ekkert verður í leik þýska landsliðsins og Grænhöfðeyinga á HM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjö leikir eru dagskrá heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi í dag. Tveir íslenskir handknattleiksþjálfarar stýra liðum sínum en íslenska landsliðið á hvíldardag. Dagur Sigurðsson og japanska landsliðið mæta Asíumeisturum Katar í Alexandríu klukkan 14.30. Halldór Jóhann Sigfússon stýrir landsliði Barein sem mætir Suður-Ameríkumeisturum Argentínu kl. 17 í Kaíró. Á sama tíma stóð til að Alfreð Gíslason og lærisveinar í þýska landsliðinu mættu landsliði Grænhöfðaeyja.


Í morgunsárið meðan menn snæddu morgunverð var tilkynnt að landslið Grænhöfðaeyja hafi gefið leikinn. Aðeins níu Grænhöfðeyingar eru eftir ósmitaðir af kórónuveirunni en tveir úr fámennum landsliðshópi greindust smitaðir í gærmorgun. Reglur mótsins segja að lið verði að hafa að minnsta kosti 10 leikmenn við hestaheilsu til þess að geta tekið þátt í kappleikjum mótsins. Geti lið ekki mætt til leiks tapa þau með markatölunni, 10:0. Óvíst er hvort Grænhöfðeyingar geti mætt Úrúgvæ í lokaumferðinni á þriðjudag.

Þetta er fyrsti leikurinn sem felldur er niður á HM vegna kórónuveirunnar.

Leikjadagskrá sunnudaginn 17. janúar:

A-riðill:
Grænhöfðaeyjar – Þýskaland 0:10 – Grænhöfðaeyjar gáfu leikinn.
Ungverjaland – Úrúgvæ, kl. 19.30.


B-riðill:
Túnis – Brasilía, kl. 17.
Pólland – Spánn, kl. 19.30.

C-riðill:
Katar – Japan, kl. 14.30.
Angóla – Króatía, kl. 17.

D-riðill:
Argentína – Barein, kl 17.
Kongó – Danmörk, kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -