- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM – fróðleiksmolar

Mikkel Hansen er einstakur handknattleikmaður. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Mikkel Hansen skoraði 12 mörk í undanúrslitaleik HM 2019 og aftur í gær í undanúrslitaleik Dana og Spánverja.
  • Danska sjónvarpsstöðin TV2 slær upp mikilli veislu á morgun sunnudag vegna úrslitaleiks Dana og Svía á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Stöðin hyggst hefja upphitun klukkan 10 í fyrramálið að dönskum tíma en úrslitaleikurinn hefst klukkan 17.30, eða 16.30 að íslenskum tíma. Einnig verður stöðin með beina útsendingu frá leiknum og sitt vinsæla HM-stúdíó að leik loknum. Þeir Danir sem ekki hafa áhuga á handbolta, þeir eru víst fáir um þessar mundir, verða að velja aðra kosti langi þá til að horfa á sjónvarp.
  • Barcelona hefur átt að minnsta kosti einn leikmann í öllum úrslitaleikjum HM frá 2007. Ekkert félag getur státað af viðlíka árangri. Kevin Möller, markvörður Dana, verður fulltrúi Barcelona í úrslitaleiknum á morgun.
  • Danska landsliðið hefur leikið 18 leiki í lokakeppni HM án taps. Það hefur unnið 17 og gert eitt jafntefli. Frakkar eiga metið. Þeir léku 25 leiki frá HM 2015 til 2019 án taps. Svíar og Rússar náðu 19 leikjum í röð á tíunda áratug síðustu aldar og í upphafi þessarar. Evrópumeistarar Spánverja höfðu leikið 17 leiki í lokakeppni HM án taps þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Dönum í undanúrslitum í gærkvöld.
  • Fáar þjóðir hafa náð að fara taplausar í gegnum tvö heimsmeistaramót karla. Danir eiga þess kost á morgun leggi þeir Svía í úrslitaleiknum í Kaíró. Svíar náðu þessum einstaka árangri á HM 1954 og 1958. Frakkar fóru taplaustir í gegnum HM 2015 og 2017.
  • Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, verður með flesta leikmenn í úrslitaleik Danmerkur og Svíþjóðar á morgun, alls sex, þrjá í hvoru landsliði. Fimm leikmenn sem eru á samningi hjá GOG taka þátt og jafnmargir frá Flensburg í Þýskalandi.
  • Svíar unnu HM karla tvisvar í röð, 1954 og 1958. Rúmenar gerðu slíkt hið saman 1961 og 1964 og aftur 1970 og 1974. Frakkar gerðu enn betur þegar þeir unnu 2009 og 2011 og á ný 2015 og 2017.
  • Svíar leika í áttunda sinn til úrslita á HM karla á morgun en Danir í fimmta sinn. Þjóðirnar hafa aldrei leitt saman hesta sína í úrslitaleik fyrr.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -