- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Fyrstu verðlaun Dana í átta ár

Leikmenn danska landsliðsins fara heim frá Spáni með bronsverðlaun í fartestkinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir unnu sín fyrstu verðlaun á stórmóti í handknattleik kvenna í átta ár er þeir lögðu Spánverjar mjög öruggulega, 35:28, í leiknum um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Granolles á Spáni. Um leið voru þetta þriðju bronsverðlaun danska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna og sjöttu verðlaunin frá upphafi.

Sigur danska liðsins í dag var afar öruggur. Það var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13. Eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks á þremur fyrstu mínútunum virtist ljóst að þær dönsku ætluðu ekki að gefa forskot sitt eftir. Mestur varð munurinn níu mörk, 28:19, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


Danir unnu átta af níu leikjum sínum á mótinu og töpuðu einni viðureign með eins marks mun, undanúrslitaleiknum við Frakka á föstudaginn, 23:22.

Spænska liðið vann sjö leiki af níu. Tapaði tveimur síðustu leikjunum.
Sandra Toft, markvörður Dana, var valin besti maður leiksins og ekki í fyrsta sinn í mótinu.


Mörk Danmerkur: Louise Burgaard 7, Anne Mette Hansen 6, Kristina Jørgensen 6, Line Haugsted 3, Kathrine Heindahl 3, Mette Tranborg 2, Trine Østergaard Jensen 2, Rikke Iversen 2, Lærke Pedersen 1, Simone Catherine Petersen 1, Mie Enggrob Højlund 1, Emma Cecilie Friis 1.

Mörk Spánar: Carmen Dolores Martín 6, Carmen Campos Costa 5, Alexandrina Cabral 4, Kaba Gassama Cissokho 3, Elisabet Cesareo Romero 2, Paula Arcos Poveda 2, Mireya Gonzalez Alvarez 2, Soledad Lopez Jimenez 2, Silvia Arderius Martín 1, Irene Espinola Perez 1.


Úrslitaleikur Noregs og Frakklands um heimsmeistaratitilinn hefst kl. 16.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -