- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM-hópurinn verður tilkynntur í dag

HM-hópurinn verður tilkynntur í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnir í dag hvaða leikmenn hann hefur valið til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Ísland tekur þátt á HM kvenna í fyrsta sinn í 12 ár. Um leið eru 11 ár frá síðustu þátttöku kvennalandsliðsins á stórmóti en liðið var með á EM 2012 sem fram fór í Serbíu.

Ein úr HM-hópnum 2011

Arnar velur 18 leikmenn til þátttöku á heimsmeistaramótinu en tefla má fram 16 leikmönnum í hverjum leik mótsins. Mjög sennilegt er að a.m.k. einn leikmaður verði í HM hópi Arnars sem einnig lék með landsliðinu á HM fyrir 12 árum, Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram. Hún er leikreyndasti leikmaður landsliðsins um með þessar mundir með 123 landsleiki.

Ekki útilokað

Til viðbótar er ekki talið útilokað að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sækist eftir kröftum. Hún er í hópi 35 leikmanna sem Arnar valdi í haust inn til mótsstjórnar heimsmeistaramótsins en úr þeim hóp verður Arnar að byggja val sitt í dag. Anna Úrsúla var í HM-hópnum 2011.

Annars má reikna með að landsliðshópurinn verði í stórum dráttum sá sami og tók þátt í leiknum við Færeyinga í Þórshöfn um miðjan síðasta mánuð.

Fyrsti leikur 30. nóvember

Dregið var í riðla heimsmeistaramótsins í byrjun júlí. Íslenska landsliðið dróst í D-riðil með landsliðum Angóla, Frakklands og Slóveníu. Fyrsti leikur landsliðsins á móti verður gegn Slóvenum 30. nóvember. Eftir það verður mætir íslenska liðið Frökkum 2. desember og Afríkumeisturum Angóla 4. desember. Allir leikirnir fara fram í Stavangri.

Framhaldið ræðst af niðurstöðu riðlakeppninnar. Annað hvort tekur íslenska liðið sæti í milliriðli sem fram fer í Þrándheimi eða fer í keppni sjö annarra landsliða um forsetabikarinn, sæti 25 til 32, í Frederikshavn í Danmörku.

Þrír leikir fyrir HM

Áður en heimsmeistaramótið hefst tekur íslenska landsliðið þátt í fjögurra liða móti í Hamri og í Lillehammer með landsliðum Noregs, Angóla og Póllands 23., 25. og 26. nóvember.

Ísland fékk annan af tveimur boðsmiðum til þátttöku á heimsmeistaramótinu að þessu sinni. Hitt boðskortið féll í skaut Austurríkis.

Alls taka landslið 32 þjóða þátt í heimsmeistaramótinu en þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð eftir að þátttökuliðum var fjölgað um átta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -