- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Leikir dagsins – Íslendingar í sviðsljósinu

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í dag verður leikið í A, B, C og D-riðlum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Egyptalandi. Þar með lýkur fyrstu umferð en önnur umferð í E, F, G, og H-riðlum keppninnar fer fram á laugardaginn. Þar á meðal mun íslenska landsliðið mæta Alsír.


Í dag verða þrír íslenskir þjálfarar í eldlínunni. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eiga fyrri leik í A-riðli sem leikinn er í Dr. Hassan Moustafa íþróttahöllinni nærri Giza-sléttunni. Þjóðverjar mæta liði Úrúgvæ sem tekur nú þátt í HM í fyrsta sinn.

Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu sem á leik gegn silfurliði EM fyrir ári, Króatíu en einnig eru Katar og Brasilía í C-riðli en leikirnir fram fram í hinni sögurfrægur borg, Alexandríu, við Miðjarðarhafsströnd Egyptalands.

Loks leikar Bareinar, sem Halldór Jóhann Sigússonar þjálfar, á móti heimsmeisturum Dana í D-riðli.

A-riðill:
Þýskaland – Úrúgvæ, kl. 17
Ungverjaland – Grænhöfðaeyjar, kl.19.30
B-riðill:
Spánn – Brasilía, kl. 17
Pólland – Túnis, kl. 19.30
C-riðill:
Katar – Angóla, kl. kl. 14.30
Króatía – Japan, kl. 15
D-riðill:
Argentína – Kongó, kl 17
Danmörk – Barein, 19.30

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -