- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Lið sex þjóða örugg áfram – Argentína kom á óvart

Leikmenn ungverska landsliðsins fagna sigri á Tékkum í kvöld og þar með öruggu sæti í milliriðlakeppni HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýskaland, Ungverjaland, Danmörk, Suður Kórea, Brasilía og Spánn eru örugg um sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik eftir að annarri umferð af þremur í riðlum E, F, G og H lauk í kvöld.

Argentína setti óvænt strik í reikninginn í H-riðli með því að leggja Austurríki, 31:29. Þar með blasir annað sætið í H-riðli við argentínska landsliðinu en fyrirfram var reiknað með að slagurinn um þriðja sæti riðilsins myndi stand á milli Argentínu og Kína en Spánn og Austurríki ættu fyrsta og annað sætið næsta víst.

Argentína mætir kínverska landsliðinu í lokaumferðinni á mánudagskvöld. Kínverska liðið virðist ekki líklegt til afreka en það tapaði fyrir Spáni í kvöld með 15 marka mun, 33:18, og er án stiga eftir tvo leiki.


Austurríska liðið, sem tekur þátt í HM í fyrsta sinn i 12 ár, er hinsvegar í nokkrum vanda jafnt utan vallar sem innan. Fyrir utan að þjálfarinn, aðstoðarþjálfarinn og einn leikmaður urðu eftir heima eftir að hafa veikst af kórónuveirunni þá greindist a.m.k. einn leikmaður smitaður í gær og er þar af leiðandi í sóttkví.

Mendoza leikmaður argentínska landsliðsins reynir að komast framhjá Mirela Dedic leikmanni austurríska landsliðsins í leik þjóðanna á HM í kvöld. Mynd/EPA


Úrslit í leikjum kvöldsins á HM og staðan:
E-riðill:
Slóvakía – Þýskaland 22:36.
Ungverjaland – Tékkland 32:29.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

F-riðill:
Kongó – Danmörk 18:33.
Suður Kórea – Túnis 31:29.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

G-riðill:
Paragvæ – Króatía 16:38.
Japan – Brasilía 25:29.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

H-riðill:
Kína – Spánn 18:33.
Austurríki – Argentína 29:31.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Annað kvöld fer önnur umferð fram í A, B, C og D-riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -