- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM-molar: Axarsköft, brotnaði saman, áfangar, mörk, vikið af leikvelli

Ágúst Þór Jóhannsson tók málin í sínar hendur. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -
  • Eftir að hafa gert nokkur axarsköft við skiptingar inn og út af leikvellinum í leikjum heimsmeistaramótsins í handknattleik sem kostað hefur tveggja mínútna brottrekstra á íslenska landsliðið stjórnaði Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari umferðinni við hliðarlínuna í leiknum við Paragvæ í gær eins og þrautreyndur herforingi. Fyrir vikið gekk allt eins og í sögu og leikmenn fóru inn og út af leikvellinum án nokkurra athugasemda frá árvökulum eftirlitsmanni.
  • Marizza Faria þjálfari landsliðs Paragvæ brotnaði saman á blaðamannafundi eftir leikinn við íslenska landsliðið í keppninni um forsetabikarinn í Nord Arena í Frederikshavn í gærkvöld. Ekki fengust haldbærar skýringar af hverju það gerðist en líklegast er að spennfall hafi orðið hjá þjálfaranum eftir enn eitt tapið á mótinu.
  • Sandra Erlingsdóttir lék í gær sinn 30. A-landsleik þegar Ísland vann Paragvæ 25:19. Berglind Þorsteinsdóttir tók þátt í leik með landsliðinu í 20. sinn. Elísa Elíasdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir klæddust landsliðsbúningnum í 10. skipt með A-landsliðinu.
  • Íslenska landsliðið hefur skorað 134 mörk í fimm leikjum á heimsmeistaramótinu. Sandra Erlingsdóttir er markahæst með 24 mörk. Næst er Perla Ruth Albertsdóttir með 20 mörk. Þar á eftir koma Thea Imani Sturludóttir með 16 mörk, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 14 mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir með 13 mörk.
  • Marlena Urbanska landsliðskona Póllands var vikið af leikvelli í tvær mínútur eftir að Sandra Toft markvörður danska landsliðsins kastaði í höfuð Urbanska þar sem sú síðarnefnda var á leiðinni í vörn en Toft var að koma boltanum í leik á miðju eftir pólska mark. Urbanska hljóp viljandi inn í sendingarleið danska markvarðarins og samkvæmt reglunum var hárrétt að víkja þeirri pólsku af leikvelli.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -