- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Níundi leikdagur – þrír íslenskir þjálfarar í eldlínunni

Dagur Sigurðsson, fyrir miðri mynd, fylgist einbeittur með leik japanska landsliðsins á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír íslenskir þjálfarar verða á ferðinni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi í dag þegar keppni hefst í milliriðlum eitt og tvö. Alfreð Gíslason og lærisveinar í þýska landsliðinu mæta spænska landsliðinu í síðasta leik dagsins í fyrsta riðli. Spánverjar eru taplausir í keppninni til þessa og verður fróðlegt að sjá hvernig þýska landsliðinu vegnar en það þarf helst á sigri að halda til að eiga góða möguleika á sæti í undanúrslitum.


Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar mætir Suður-Ameríkumeisturum Argentínu klukkan 14.30 í millriðli tvö. Strax í næsta leik þar á eftir í riðlinum verður Halldór Jóhann Sigfússon með sveit sína frá Barein úti á leikvellinum gegn silfurliði EM frá síðasta ári, landsliði Króatíu.

Leikir dagsins:

Milliriðill 1:
Úrúgvæ – Pólland, kl. 14.30.
Ungverjaland – Brasilía, kl. 17.
Spánn – Þýskaland, kl. 19.30


Milliriðill 2:
Japan – Argentína, kl. 14.30.
Króatía – Barein, kl. 17.
Danmörk – Katar, kl. 19.30.


Forsetabikarinn, 1. riðill:
Grænhöfðaeyjar – Túnis, 0:10.
Angóla – Kongó, kl. 17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -