- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ólafur Andrés Guðmundsson

Ólafur Andrés Guðmundsson á 123 A-landsleiki að baki. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að þeir fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.

Næstur í röðinni er Ólafur Andrés Guðmundsson. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi. Handbolti.is verður í Kaíró og mun fylgjast með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum

Ólafur Andrés Guðmundsson

Ólafur Andrés er 30 ára gamall Hafnfirðingur sem lék með FH upp yngri flokka upp í meistaraflokk þar sem hann lék sinn fyrsta leik haustið 2006. Ólafur vakti snemma athygli erlendra liða og samdi við danska meistaraliðið AG Köbenhavn 2010 en lék áfram í eitt ár til viðbótar með FH sem lánsmaður frá danska liðinu. Ólafur Andrés varð Íslandsmeistari með FH 2011. Eftir það flutti hann til Kaupmannahafnar en var lánaður frá AG til Nordsjælland keppnistímabilið 2011 til 2012. 

Sumarið 2012 gekk Ólafur Andrés til liðs við sænska liðið IFK Kristianstad sumarið 2012 og var það í tvö ár uns hann samdi við Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Ólafur Andrés lék aðeins eitt keppnistímabil með Hannover-Burgdorf áður en hann gekk til liðs við IFK Kristianstad á nýjan leik sumarið 2015. 

Ólafur Andrés hefur verið í herbúðum IFK Kristianstad í nærri full sex ár og framlengdi haustið 2019 samning sinn við félagið fram á mitt ár 2022. Ólafur Andrés er fyrirliði IFK Kristianstad.

Með IFK Kristianstad hefur Ólafur Andrés fjórum sinnum orðið sænskur meistari og fjórum sinnum deildarmeistari. Einnig hefur hann leikið með IFK Kristianstad í Meistaradeild Evrópu. Ólafur Andrés er fjórði markahæsti handknattleiksmaður í sögu IFK Kristianstad.

Sinn fyrsta A-landsleik lék Ólafur Andrés í Frakklandi 8. janúar 2009 gegn Serbíu. Síðar sama ár var hann í silfurliði Íslands á HM 19 ára landsliða í Túnis. Ólafur Andrés tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann til bronsverðlauna. Ólafur Andrés lék sex af átta landsleikjum Íslands í mótinu og skoraði eitt mark í sigurleik á Rússum, 38:30. 

Ólafur Andrés lék með íslenska landsliðinu fyrst á HM árið 2013 á Spáni. Eftir fylgdi HM 2017 í Frakkland og 2019 sem fram fór í Danmörku og Þýskalandi. Alls eru HM-leikirnir 16 og mörkin 36.

Ólafur Andrés á að baki 123 A-landsleiki sem hann hefur skoraði í 230 mörk.

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson, Bjarki Már Elísson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -