- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Reinhardt fór á kostum er Danir niðurlægðu Þjóðverja – úrslit og staðan

Þjóðverjinn Alina Grijseels freitsar þess að koma boltanum framhjá Althea Rebecca Reinhardt markverði Dana í leik þjóðanna á HM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið hjólaði yfir þýska landsliðið og hreinlega niðurlægði það í uppgjöri tveggja efstu liðanna í millriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í kvöld.

Danir unnu með 16 marka mun, 32:16, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 13:8. Althea Rebecca Reinhardt fór hamförum í danska markinu og varði 23 skot, 59% markvarsla. Önnur eins frammistaða hefur vart sést í viðureign tveggja sterkra landsliða á heimsmeistaramóti í handknattleik kvenna í jafn mikilvægum leik.


Danir vinna þar með milliriðil þrjú og mæta brasilíska landsliðinu í átta liða úrslitum á þriðjudagskvöld. Brasilíska landsliðið hafnaði í öðru sæti í milliriðli fjögur eftir að hafa tapað fyrir spænska landsliðinu 27:24, í kvöld. Spánn og Brasilía voru taplaus á mótinu fyrir leikinn í kvöld eins og danska og þýska landsliðið. Þjóðverjar leika við Spánverja á þriðjudag um sæti í undanúrslitum.

Danska liðið fór á kostum. Reinhardt var þó fremst á meðal jafningja. Hún sá um að draga tennurnar úr leikmönnum þýska landsliðsins strax í fyrri hálfleik. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á fyrstu 23 mínútum leiksins og varði 10 skot á þeim kafla. Leikmönnum þýska landsliðsins féll allur ketill í eld að þessu sinni og lái þeim hver sem vill. Það er ekkert spaug að mæta hinni 25 ára gömlu Reinhardt í þeim ham sem hún var í að þessu sinni. Um var að ræða fyrsta tap Þjóðverja á mótinu eftir fimm sannfærandi sigra.

Leikmenn danska landsliðsins fagna sigrinum á Þjóðverjum í kvöld. Þjálfarinn Jesper Jensen er pollrólegur. Mynd/EPA

Úrslit dagsins og lokastaðan

Milliriðill 3:
Kongó – Tékkland 21:24.
Suður Kórea – Ungverjaland 28:35.
Danmörk – Þýskaland 32:16.
Mörk Danmerkur: Line Haugsted 5, Mie Enggrob Højlund 5, Kristina Jørgensen 5, Trine Østergaard Jensen 4, Kathrine Heindahl 3, Simone Catherine Petersen 3, Emma Cecilie Friis 2, Michala Elsberg Møller 1, Anne Mette Hansen 1, Simone Bohme 1, Mette Tranborg 1, Louise Burgaard 1.
Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 6, Marlene Kalf 2, Alicia Stolle 2, Johanna Stockschlader 2, Mia Zschocke 1, Julia Maidhof 1, Antje Lauenroth 1, Luisa Schulze 1.

Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Milliriðill 4:
Argentína – Japan 27:31.
Austurríki – Króatía 27:23.
Spánn – Brasilía 27:24.
Mörk Spánar: Alexandrina Cabral 7, Alicia Fernandez 4, Carmen Dolores Martin 2, Soledad Lopez Jimenez 2, Maitane Echeverria 2, Elisabet Cesareo Romero 2, Jennifer Maria Gutierrez 2, Silvia Arderius Martin 1, Kaba Gassama 1, Almudena Maria Rodriguez 1, Ainhoa Hernandez 1, Irene Espinola Perez 1, Paula Arcos 1.
Mörk Brasilíu: Jessica Ribeiro 6, Bruna De Paula 5, Adriana Cardoso 4, Tamires Araujo 3, Livia Ventura 2, Mariane Fernandes 1, Ana Paula Rodrigues 1, Samara Vieira 1, Giulia Guarieiro 1.

Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Í átta liða úrslitum á þriðjudag mætast:
Danmörk – Brasilía.
Spánn – Þýskaland.


Annað kvöld skýrist hvaða lið komast áfram úr millriðlum eitt og tvö og hvaða lið mætast átta liða úrslitum á miðvikudag.


Forsetabikarinn:
Túnis – Paragvæ 35:28.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -