Landslið sjö þjóða bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggðu sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna á Spáni. Frakkland vann Slóvena örugglega í A-riðli 29:18, og hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína.
Rússar og Serbar eiga sæti víst úr B-riðli eftir að hafa unnið andstæðinga sína í dag. Sömu sögu er að segja um norska og rúmenska landsliðið í C_riðli og Holland og Svíþjóð í D-riðli.
Heimsmeistarar Hollands skoruðu hátt á sjötta tug marka í öðrum leiknum í röð. Að þessu sinni lagði hollenska landsliðið liðsmenn landsliðs Usbekistan, 58:17.
Fyrr í dag unnu Svíar lið Puerto Ríkó, 48:10. Í kvöld vann Noregur lið Íran, 41:9. Íranska liðið skoraði aðeins þrjú mörk í síðari hálfleik. Fatemeh Khalili Behfar, markvörður Írans, stóð fyrir sínu í leiknum þótt hún væri á köflum ekki öfundsverð að hlutverki sínu. Norska liðið skoraði til að mynda 11 mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Behfar var valin maður leiksins í leikslok.
Íranar mæta Kasökum í úrslitaleik um sæti í milliriðlum á þriðjudagskvöld.
Úrslit leikja í dag og í kvöld:
A-riðill:
Slóvenía – Frakkland 18:29.
Svartfjallaland – Angóla 30:20.
Staðan:
B-riðill:
Pólland – Rússland 23:26.
Serbía – Kamerún 43:18.
Staðan:
C-riðill:
Rúmenía – Kasakstan 38:17.
Íran – Noregur 9:41.
Staðan:
D-riðill:
Svíþjóð – Púertó Ríkó 48:10.
Usbekistan – Holland 17:58.
Staðan:
Annað kvöld fer fram lokaumferð í E, F, G og H-riðlum.