- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Spánverjar fylgdu í kjölfar Dana

Leikmenn spænska landsliðsins fagna sætum sigri á Þjóðverjum og sæti í undanúrslitum á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar fylgdu í kjölfar Dana í kvöld og tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna sem fram fer á Spáni. Þær spænsku lögðu þýska landsliðið á sannfærandi hátt, 26:21, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.


Spánn mætir í undanúrslitum sigurliðinu úr viðureign Noregs og Rússlands sem hefst klukkan 16.30 á morgun, miðvikudag. Spánn eygir þar með von um að leika til úrslita á HM í annað sinn í röð.

Þjóðverjar voru alltaf á eftir í leiknum við Spánverja, nema í upphafi leiks. Þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk í síðari hálfleik, 19:17, áður en spænska liðið skoraði fjögur mörk í röð. Eftir það lék aldrei vafi á hvorum megin sigurinn félli.


Mörk Spánar: Carmen Campos Costa 7, Paula Arcos Poveda 4, Carmen Dolores Martin 3, Alicia Fernandez Fraga 3, Maitane Echeverria 3, Alexandrina Cabral 2, Ainhoa Hernandez 2, Jennifer Maria Gutierrez 1, Almudena Maria Rodriguez 1.
Mörk Þýskalands: Julia Maidhof 6, Meike Schmelzer 4, Alina Grijseels 3, Mia Zschocke 2, Antje Lauenroth 2, Marlene Kalf 2, Amelie Berger 1, Xenia Smits 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -