- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Tíundi keppnisdagur – úrslit geta ráðist

Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, fagna á ÓL í sumar sem leið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þá er komið að annarri umferð í milliriðlum þrjú og fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Íslenska landsliðið mætir Frökkum klukkan 17 í milliriðli þrjú. Frakkar hafa ekki tapað leik á mótinu og stefna ótrauðir á efsta sæti og tryggja sér þar með keppnisrétt í átta liða úrslitum. Það munu Frakkar gera með sigri á íslenska landsliðinu í dag þar sem þeir hafa innbyrðis hagstæð úrslit á Norðmenn. Portúgal leikur við Sviss og ef Portúgalar ætla sér að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum þá mega þeir ekki misstíga sig að þessu sinni. Sömu sögu er að segja um norska landsliðið. Þótt það hafi innbyrðis betri stöðu gegn Portúgal þá getur tap í dag fyrir Alsír reynst dýrt þegar upp verður staðið.


Í milliriðli fjögur mætast Slóvenar og Svíar í síðasta leik dagsins. Vinni Svíar leikinn eru þeir öruggir um sæti í átta lið úrslitum. Slóvenar eiga von um sæti ef þeim tekst að vinna leikinn undir stjórn Ljubomir Vranjes fyrrverandi leikstjórnanda sænska landsliðsins.

Norður-Makedóníumenn, sem komu með stuttum fyrirvara inn í keppnina hafa ekki náð sér á strik enda vantar nokkra öfluga leikmenn í lið þeirra sem komust ekki með til Egyptalands. Landslið Rússlands leikur betur en stundum áður á stórmóti og spurningin er hvort þeim tekst áfram að sýna sparihliðarnar. Klukkan 17 er komið að leik Egypta og Hvít-Rússa sem einnig hafa leikið vel á mótinu. Vinni Egyptar sinn leik í dag og Svíar sinn verður á hreinu fyrir lokaumferðina hvaða lið fara áfram í átta liða úrslit úr milliriðli fjögur.

Millriðill 3:
Sviss – Portúgal, kl. 14.30.
Ísland – Frakkland, kl. 17.
Noregur – Alsír, kl. 19.30.

Milliriðill 4:
Norður-Makedónía – Landslið Rússlands, kl. 14.30.
Egyptaland – Hvíta-Rússland, kl. 17.
Slóvenía – Svíþjóð, kl. 19.30.


Forsetabikarinn:
Marokkó – Suður-Kórea, kl. 14.30.
Austurríki – Chile, kl. 17.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -