- Auglýsing -
Leikið verður til undanúrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Granollers á Spáni í kvöld. Frakkland og Danmörk mætast í fyrri viðureigninni sem hefst klukkan 16.30. Síðari leikur undanúrslita verður á milli Noregs og Frakklands. Hefst hann klukkan 19.30. Báðir leikir eru á dagskrá RÚV.
Nokkrar staðreyndir um liðin:
- Frakkland hefur komist í undanúrslit í sjö af síðustu átta stórmótum í handknattleik kvenna. Frakkar unnu gull á HM 2017, EM 2018 og á ÓL 2021, hrepptu silfur á ÓL 2016 og EM 2020 og brons á EM 2016.
- Danir unnu síðast til verðlauna á HM kvenna árið 2013 er lið þeirra hreppti bronsverðlaun. Síðast hampaði danska landsliðið heimsmeistarabikarnum 1997.
- Síðast mættust Danir og Frakkar á stórmóti kvenna á HM 2019. Danir unnu 20:18.
- Meðalhæð danska liðsins er 177 sentimetrar. Leikmenn franska liðsins er að jafnaði tveimur sentímetrum lægri. Meðalaldur leikmanna danska landsliðsins 26,3 ár en 26,5 ár hjá Frökkum.
- Danir hafa átt 382 sóknir í mótinu, Frakkar 383.
- Frakkar hafa skorað 195 mörk í 325 markskotum, 60%.
- Danir hafa skorað 224 mörk í 330 skotum, 68%.
- Danska landsliðið hefur skorað 32 mörk að meðaltali í leik á HM en fengið á sig 18,7.
- Frakkar hafa skorar 27,8 mörk að jafnaði í leik en fengið á sig 20,8 mörk.
- Landslið Spánar og Noregs hafa mæst 27 sinnum á stórmótum í handknattleik kvenna. Noregur hefur unnið 21 leik, Spánn í fjögur skipti og tvisvar hefur orðið jafntefli.
- Spænska og norska landsliðið mættust í undanúrslitum á HM 2019. Spánn vann, 28:22, og lék til úrslita við Holland og tapaði, 30:29, í spennuleik. Noregur tapaði fyrir Rússlandi í viðureign um þriðja sæti mótsins, 33:28.
- Tíu leikmenn úr hvoru liði, Spánn og Noregur, sem taka þátt í leiknum í dag voru einnig í viðureigninni í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum.
- Spánn fékk einum hvíldardegi meira en norska liðið fyrir undanúrslitaleikinn í dag. Eins er komið á fyrir Dönum. Þeir léku til undanúrslita á þriðjudagskvöld en Frakkar léku sólarhring síðar.
- Spánn hefur aldrei fyrr en nú unnið sjö leiki í röð í lokakeppni HM.
- Norska landsliðið hefur skorað 264 mörk á HM að þessu sinni, 37,7 að jafnaði í leik. Spænska landsliðið hefur skoraði 201 mark, 28,7 að meðaltali í leik.
Spánn hefur þrisvar leikið í undanúrslitum á HM kvenna og einu sinni unnið. - Noregur á tíu leiki að baki í undanúrslitum, þar af sjö sigurleiki.
- Auglýsing -