- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Úrslit dagsins, staðan og framhaldið

Frakkinn Kentin Mahe og félagar unnu Norðmenn í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjö leikir fór fram á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í dag og í kvöld. Þar með lauk fyrstu umferð í fjórum riðlum. Auk taps íslenska landsliðsins fyrir Portúgal, 25:23, sem fjallað hefur verið um þá lagði Sviss landslið Austurríkis, 28:25, en leikmenn Sviss komu til Egyptalands í morgun. Eins vekur athygli að Norðmenn, sem margir spá góðu gengi á mótinu, tapaði fyrir Frakklandi, 28:24. Frakkar voru ekki sannfærandi í undankeppni EM á dögunum en tókst að snúa gæfuhjólinu sér í vil. Svíar tóku leikmenn Norður-Makedóníu í kennslustund.

Úrslit dagsins:
E-riðill:
Austurríki – Sviss 25:28 (13:13)
Noregur – Frakkland 24:28 (13:13)

F-riðill:
Alsír – Marokkó, 24:23 (8:15)
Ísland – Portúgal, 23:25 (10:11)

G-riðill:
Svíþjóð – Norður-Makedónía 32:20 (16:11)
Egyptaland – Chile 35:28 (18:11)

H-riðill:
Hvíta-Rússland – Rússneska landsliðið, 32:32 (15:15)
Slóvenía – Suður-Kórea 51:29 (25:16)

Leikir morgundagsins:
A-riðill:

Þýskaland – Úrúgvæ, kl. 17
Ungverjaland – Grænhöfðaeyjar, kl.19.30
B-riðill:
Spánn – Brasilía, kl. 17
Pólland – Túnis, kl. 19.30
C-riðill:
Katar – Angóla, kl. kl. 14.30
Króatía – Japan, kl. 15
D-riðill:
Argentína – Kongó, kl 17
Danmörk – Barein, 19.30

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -