- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Úrslit dagsins, staðan og Afríkuslagur í forsetabikarnum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Segja má að úrslit fyrstu umferðar í leikjum milliriðila eitt og tvö hafi verið eftir bókinni. Þau lið sem fyrirfram voru talin sterkari unnu sína leiki. Íslensku þjálfararnir þrír máttu bíta í súr epli að tapa leikjum sínum. Eins og sagt var frá fyrr í dag á handbolti.is þá tapaði japanska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar fyrir Argentínu.


Halldór Jóhann Sigfússon og leikmenn hans í landsliði Barein töpuðu með tíu marka mun fyrir Króatíu og þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar beið lægri hlut í viðureign sinni við Evrópumeistara Spánar í lokaleik dagsins í milliriðli eitt.

Í forsetabikarnum var einn leikur þar sem Afríkuþjóðirnar Angóla og Kongó áttust við. Þeir síðarnefndu unnu nauman sigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. Mikil kátína var á meðal leikmanna Kongó-liðsins eftir leikinn enda þeirra fyrsti sigur á heimsmeistaramóti í höfn.
 

Úrslit níunda leikdags og staðan:

Milliriðill 1:
Úrúgvæ – Pólland 16:30 (9:14)
Ungverjaland – Brasilía 29:23 (16:11)
Spánn – Þýskaland 32:28 (16:13)


Milliriðill 2:
Japan – Argentína 24:28 (13:17)
Króatía – Barein 28:18 (13:8)
Danmörk – Katar 32:23 (17:12)

Forsetabikarinn, 1. riðill:
Grænhöfðaeyjar – Túnis 0:10
Angóla – Kongó 31:32 (15:13)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -