- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM yngri landsliða slegin af

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum yngri landsliða á árinu. Þetta var tilkynnt á heimasíðu IHF en ástæða þessa er kórónuveirufaraldurinn og sú óvissa sem ríkir um þróun hans á næstu mánuðum, sem bæði setur strik í reikning þeirra sem búa lið undir þátttöku og gestgjafa.

Landslið Íslands í aldursflokkum U-19 og U-21 árs karla áttu bæði þátttökurétt á HM í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á æfingar og keppni liðanna í sumar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á heimsíðu HSÍ.

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu IHF.

U-17 og U-19 ára landslið kvenna eru skráð til leiks á Evrópumót í sumar auk þess sem U-17 ára landslið karla er skráð á Opna Evrópumótið. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur yfirumsjón með mótunum. Ekki hefur borist nein tilkynning frá EHF um að þeim mótum verði frestað og mun undirbúningur íslensku landsliðanna í þessum aldursflokkum halda áfram þangað til annað kemur í ljós.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -