- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM18: Áttum erfitt uppdráttar og spennustigið var hátt

Rakel Dögg Bragadóttir leggur á ráðin með leikmönnum. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

„Því miður þá var fyrsti leikur okkar erfiður gegn sterku liði Tékklands. Við byrjuðum illa og höfnuðum þremur til fjórum mörkum undir strax á fyrstu mínútum auk þess sem við fengum snemma á okkur tvo brottrekstra. Við áttum erfitt uppdráttar og spennustigið var hátt,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari U18 landsliðs kvenna í handknattleik í skilaboðum til handbolta.is eftir 11 marka tap, 28:17, í fyrsta leik landsliðsins á heimsmeistaramótinu Chuzhou í Kína í morgun.

Fundum ekki leiðir

„Staðan var mjög erfið að loknum fyrri hálfleik eftir að höfðum aðeins skoraði fjögur mörk. Við fundum ekki leiðir gegn sterkri og agressívri 6/0 vörn Tékka.

Náðum að finna kraft

Okkur tókst að stilla betur saman strengina í hálfleik og þess vegna var gott að sjá stelpurnar koma inn með meiri kraft í síðari hálfleikinn. Við stóðum vörnina mun betur og náðum fram krafti og gleði til að skila mun betri síðari hálfleik. Munurinn eftir fyrri hálfleikinn var svo mikill að ekki var leið til þess að jafna leikinn,“ segir Rakel Dögg ennfremur.

Horfum fram veginn

Næsta viðureign íslenska landsliðsins verður gegn Þýskalandi árdegis á föstudaginn að íslenskum tíma.

„Við horfum fram veginn. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi. Markmiðið er að halda áfram að þróa leikinn, gera betur en í dag og sýna góða frammistöðu gegn Þýskalandi,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari U18 ára landsliðs kvenna.

Eftir leikinn við Þýskaland á föstudagsmorgun tekur við viðureign gegn landsliði Gambíu á laugardaginn. Að riðlakeppninni lokinni tekur við milliriðlakeppni. HM er rétt að byrja hjá stelpunum og nægur tími til að sækja í sig veðrið.

HM18: Erfiður fyrri hálfleikur í Chuzhou – 11 marka tap fyrir Tékkum

HMU18 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

HM18, streymi: Ísland – Tékkland, kl. 8

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -