- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM18: Mættar til Kína – fyrsta æfingin framundan – aðstæður góðar

Íslensku stúlkurnar á rölti í Chuzhou. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Landslið kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, kom til Chuzhou í Kína fyrir sólarhring eftir um 28 tíma ferðalag frá Íslandi. Eftir því sem hanbolti.is hefur fregnað í gegnum skilaboðasamskipti við Arnar Pétursson aðstoðarþjálfara liðsins og Jóhann Inga Guðmundsson markvarðaþjálfara þá gekk þessi langa ferð eins vel og hugsast gat. Mótið hefst á morgun og stendur yfir til 25. ágúst.

Flogið var frá Keflavík til Stokkhólms og þaðan flogið rakleitt til Bejing. Ekki var þar látið staldrað við heldur haldið til Chuzhou í tveggja stunda rútuferð.

Allur farangur skilaði sér svo vandalaust var að fara á fyrstu æfinguna eftir miðjan dag í gær að staðartíma í Chuzhou sem er átta stundum á undan klukkunni hér á landi.

Arnar sagði aðstæður vera góðar en framundan væri fyrsta æfingin. Hann var á leiðinni á tæknifund ásamt Hrafnhildi Ósk Skúladóttur farastjóra þegar hann var í skilaboðasambandi við handbolta.is á níunda tímanum í morgun.

Fyrstu leikir Íslands á HM 18 ára landsliðs kvenna:
14. ágúst: Ísland - Tékkland, kl. 08.00.
16. ágúst: Ísland - Þýskaland, kl. 06.00.
17. ágúst: Ísland - Gínea, kl. 08.00.
- Leiktímar eru miðaðir við klukkuna á Íslandi.
- Handbolti.is verður með textalýsingar frá leikjum íslenska landsliðsins. Einnig verður hægt að tengjast ókeypis streymi frá leikjum Íslands í gegnum handbolti.is.

Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Gíneu, Tékklands og Þýskaland. Fyrsti leikurinn verður á morgun gegn Tékklandi. Flautað verður til leiks klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma, 16 að staðartíma í Chuzhou. Síðar tveir leikir riðlakeppninnar verða á föstudaginn og á laugardaginn. Eftir það tekur við milliriðlakeppni. Tvö efstu lið riðilsins taka sæti í í keppni 16 efstu, tvö neðri liðin í verða í hópi 16 þeirra neðri.

HMU18 kvenna – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

HM18: Fara fullar sjálfstrausts á framandi slóðir

HM18: Lagt af stað til keppni í Kína – fyrsti leikur á miðvikudag

Markverðir:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Stjörnunni.
Ingibjörg Hauksdóttir, Flint Tønsberg.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Aðrir leikmenn:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Ikast.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Val.
Ágústa Rún Jónasdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjörnunni.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Kristbjörg Erlingsdóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukum.

Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðsstjóri.
Arnar Pétursson, fararstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -