- Auglýsing -

HM19-’25: Gíneumenn voru engin fyrirstaða

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið hóf keppni á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða í Egyptalandi í morgun með stórsigri á landsliði Gíneu, 41:19, í D-riðli mótsins. Staðan í hálfleik var 19:8. Næsti leikur íslensku piltanna verður á morgun gegn landsliði Sádi Arabíu en einnig er brasilíska liðið með í riðlinum.


Lítið var vitað um landslið Gíneu fyrir viðureignina í morgun. Fljótlega kom í ljós að geta liðsins var ekki mikil þótt það hafi skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum leiksins. Fljótlega kom getumunurinn í ljós. Varnarleikur íslenska liðsins sló öll vopn úr höndum Afríkupiltanna. Sex mörk í röð á skömmum tíma skaut íslenska liðinu í gott forskot. Segja má að íslensku piltarnir hafi aldrei litið um öxl.

Áður en fyrri hálfleikur var úti höfðu allir leikmenn íslenska liðsins að Sigurjóni Braga Atlasyni markverði undanskyldum komið við sögu. Sigurjón Bragi stóð vaktina í síðari hálfleik eftir að Jens Sigurðarson, maður leiksins að mati mótshaldara, varði mark Íslands í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur var fyrst og fremst góð upphitun fyrir næstu leiki í keppninni. Yfirburðir voru algjörir og ef ekki hefði verið fyrir ágætan gíneskan markvörð hefðu íslensku mörkin orðið mikið fleiri.

Alls töpuðu Gíneumenn boltanum 27 sinnum í leiknum.


Mörk Íslands: Bessi Teitsson 7, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Haukur Guðmundsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Ingvar Dagur Gunnarsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Daníel Montor 2, Marel Baldvinsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Andri Erlingsson 1.

Varin skot: Jens Sigurðarson 6, 46% – Sigurjón Bragi Atlason 5, 31%.

Ítarlegri tölfræði.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -