- Auglýsing -

HM19-’25: Reyndum allt – framtíðin er björt

- Auglýsing -


„Við komumst í vandræði strax í byrjun síðari hálfleiks og reyndum allt til þess að stöðva Egyptana en það bara tókst ekki. Við breyttum um varnarleik, fórum í sjö á sex í sókninni og fleira en því miður þá nægði það ekki þótt litlu hafi mátt muna þegar upp var staðið,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 19 ára landsliðs karla í handknattleik í viðtali við handbolta.is í dag eftir að íslenska landsliðið tapaði naumlega fyrir Egyptum, 33:31, í viðureign um fimmta sæti heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í Kaíró í Egyptlandi.

Allt var reynt

„Það var allt reynt en því miður þá datt þetta ekki okkar megin,“ sagði Heimir en þetta var annar leikurinn á skömmum tíma þar sem íslenska liðið missti niður fimm marka forskot á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks. Áður gerðist það gegn Dönum í átta liða úrslitum.

Heimir sagði að íslenska liðið hafi átt að leysa úr þeirri stöðu sem kom upp strax í byrjun síðari hálfleiks þegar Egyptarnir fóru að leika nánast maður á mann í vörninni, allt fram á miðjan leikvöllinn. Viðbúið hafi verið að Egyptar legðu allt í sölurnar.

Mér er til efs að mörg lið hafi stimplað sig inn eins og þessi hópur, með fjórða sæti á EM í fyrra, öðru sæti á Sparkassen Cup, öðru sæti á opna Evrópumótinu í sumar og núna í sjötta sæti á HM

Efri röð f.v.: Roland Eradze, Heimir Ríkarðsson, Jens Bragi Bergþórsson, Hrafn Þorbjarnarson, Marel Baldvinsson, Bessi Teitsson, Dagur Leó Fannarsson, Haukur Guðmundsson, Garðar Ingi Sindrason, Ingvar Dagur Gunnarsson, Dagur Árni Heimisson, Andrés Kristjánsson, Maksim Akbachev.
Fremri röð f.v.: Andri Erlingsson, Daníel Montoro, Stefán Magni Hjartarson, Jens Sigurðarson, Sigurður Bragi Atlason, Elís Þór Aðalsteinsson, Ágúst Guðmundsson. Ljósmynd/HSÍ

Bara því miður

„Þetta var bara því miður hjá okkur. Herslumuninn vantaði upp á,“ sagði Heimir sem vildi ekkert ræða dómgæsluna sem var á stundum æði gloppótt í síðari hálfleik. Svo virtist sem Úrúgvæmennirnir sem dæmdu leikinn hafi horft í gegnum fingur sér með margt, ólöglegar blokkeringar, þegar slegið var í hönd leikmanna í opnum færum og eins þegar Dagur Árni Heimisson var löðrungaður sex mínútum fyrir leikslok. „Ég bara nenni ekki að ræða dómgæsluna,“ sagði Heimir spurður um frammistöðu Úrúgvæmannanna.

HM19-’25: Leikjadagskrá – leikir um sæti

Ég hlakka til þess að fylgjast með þeim í framtíðinni

Eitt fremsta liða heims

Litið til baka sagðist Heimir vera stoltur af íslenska liðinu sem hann er væntanlega að kveðja. Framtíðin er björt að hans mati. „Mér er til efs að mörg lið hafi stimplað sig inn eins og þessi hópur, með fjórða sæti á EM í fyrra, öðru sæti á Sparkassen Cup, öðru sæti á opna Evrópumótinu í sumar og núna í sjötta sæti á HM. Það stendur upp úr hjá strákunum að vera í einu af bestu liðum heims. Framtíðin er björt,“ sagði Heimir og bætti við:

Hlakkar til framtíðarinnar

„Strákarnir hafa verið frábærir innan vallar sem utan. Ég hef haft mjög mikla ánægju af því að hafa verið með þeim. Auðvitað hefðum við viljað vinna Danaleikinn og komast í undanúrslit. Í staðinn lékum við hörkuleik um fimmta sætið við heimaliðið sem var stutt af fjögur til fimm þúsund áhorfendum í miklum hávaða. Mér fannst strákarnir standa það vel af sér. Þetta fer allt í reynslubankann. Ég hlakka til þess að fylgjast með þeim í framtíðinni,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðsins þegar handbolti.is sló í síðasta sinn á þráðinn til hans til Kaíró.

HM19-’25: Egyptar sterkari á lokasprettinum – Ísland í 6. sæti

HM-hópurinn

Markverðir:
Jens Sigurðarson, Val.
Sigurjón Bragi Atlason, Aftureldingu.
Aðrir leikmenn:
Dagur Árni Heimisson, KA.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bessi Teitsson, Gróttu.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Haukur Guðmundsson, Aftureldingu. 
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Daníel Montoro, Val.
Andri Erlingsson, ÍBV.
Dagur Leó Fannarsson, Val.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Marel Baldvinsson, Fram.
Hrafn Þorbjarnarson, Val.

Þjálfarar:
Heimir Ríkarðsson.
Maksim Akbachev.
Markmannsþjálfari:
Roland Eradze.
Liðsstjóri:
Magnús Kári Jónsson.
Sjúkraþjálfari:
Andrés Kristjánsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -