- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Ísland leikur við Frakka í krossspili – öll úrslit dagsins

Rakel Oddný Guðmundsdóttir horfir á eftir boltanum við Hollendinga í dag. Mynd/IHF
- Auglýsing -

U18 ára landsliðið í handknattleik kvenna mætir landsliði Frakka á morgun í krossspili um fimmta til áttunda sætið á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Flautað verður til leiks klukkan 16.15 og að vanda verður handbolti.is með textalýsingu frá leiknum.


Í hinni viðureign krossspilsins eigast við Svíþjóð og Egyptaland. Sigurliðin úr viðureignum Íslands og Frakklands annarsvegar og Svíþjóðar og Egyptalands mætast í leik um 5. sæti mótsins á miðvikudaginn. Tapliðin kljást um sjöunda sætið, einnig á miðvikudaginn.


Danmörk og Holland berjast í undanúrslitum á morgun og einnig Suður Kórea og Ungverjaland.


Úrslit leikja í átta liða úrslitum í dag:
Danmörk – Frakkland 32:26.
Holland – Ísland 27:26.
Ungverjaland – Egyptaland 28:23.
Suður Kórea – Svíþjóð 33:27.

Leikir um 9. -12. sæti:
Króatía – Noregur 39:40 (eftir vítakeppni).
Norður Makedónía – Þýskaland 21:34.

Leikir um 13. – 16. sæti:
Íran – Rúmenía 30:38.
Portúgal – Brasilía 35:21.


Leikir um 17. – 20. sæti:
Svartfjallaland – Slóvenía 31:24.
Færeyjar – Spánn 23:36.

Leikir um 21. – 24. sæti:
Austurríki – Tékkland 22:36.
Usbekistan – Sviss 23:43.

Leikir um 25. – 28. sæti
Kasakstan – Argentína 18:30.
Senegal – Slóvakía 25:41.

Leikir um 29. – 32. sæti:
Alsír – Gínea 17:41.
Indland – Úrúgvæ 27:25.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -