- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Karakterinn, liðsheildin og baráttan hefur vakið athygli

Stórhluti U19 ára landsliðsins er skipaður leikmönnum sem lék á HM U18 ára landsliða í sumar. Mynd/Brynja
- Auglýsing -

„Það er óhætt að segja að íslensku stelpurnar hafi stimplað sig gríðarlega vel inn í þetta stórmót með frammistöðu sinni. Frammistaða þeirra og árangur vakti mikla athygli hér ytra,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára liðs kvenna í samtali við handbolta.is þegar hann var spurður hvort íslenska landsliðið hafi ekki vakið athygli á mótinu.


Áður en það hófst var íslenska liðið í fjórða og neðsta styrkleikaflokki en þegar upp er staðið er það í efsta fjórðungi liðanna, áttunda sæti af 32.


„Umfjöllun hefur verið mikil um hversu sterkt liðið er. Þjálfarar og ýmsir aðrir sem komu að mótinu veltu vöngum yfir frammistöðunni og þeim framförum sem Ísland hefur tekið. Einnig hvernig á því stendur að Ísland eigi nú svo margar öflugar ungar handknattleikskonur.


Karakterinn í liðinu, liðsheildin og baráttan hefur einnig vakið mikla eftirtekt. Allt hefur þetta verið mjög jákvætt fyrir stelpurnar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -