- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Öruggur sigur og útlitið er gott – myndskeið

Uppistaðan í U18 ára landsliði kvenna frá HM á síðasta sumri leikur á EM 19 ára í suamr. Mynd/Brynja
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er áfram taplaust á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Í dag vann liðið öruggan sigur á Íran, 28:17, í fyrsta leiknum í milliriðlakeppni mótsins. Íslenska liðið var yfir frá upphafi til enda, m.a. 17:10, í hálfleik. Aldrei lék vafi á um hvort liðið væri sterkara.

Næsti leikur Íslands í mótinu verður við lið heimakvenna á föstudaginn klukkan 18.30.


Íslenska liðið stendur þar með vel að vígi. Það hefur fjögur stig í milliriðli eitt og eygir von um sæti í átta liða úrslitum mótsins sem væri svo sannarlega saga til næsta bæjar.


Norður Makedónía og Svíþjóð mætast á eftir í síðari leik þessa riðils í dag.
Leikurinn við Íran er sá fyrsti á milli Íslands og Íran í handknattleik og er sögulegur í því ljósi. Annars var munurinn afar mikill á liðunum aldrei nein spenna í leiknum. Allir leikmenn íslenska hópsins fengu tækifæri til þess að spreyta sig. Álagið dreifist vel sem er mikilvægt fyrir átökin sem eru framundan við Norður Makedóníu á föstudaginn.

Tinna Sigurrós Traustadóttir t.v. var valin besti leikmaður leiksins við Íran. Mynd/Brynja


Mörk Íslands: Lilja Ágústsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.


Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 9/1, 39% – Ingunn María Brynjarsdóttir 5/1, 63%.

Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -