- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU18: Suður Kórea fyrst Asíuliða heimsmeistari

Leikmenn landsliðs Suður Kóreu fagna sigri á HMU18 ára landsliða í kvöld. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Suður Kórea varð í kvöld heimsmeistari í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, en mótið fór fram í Skopje í Norður Makedóníu. Suður Kórea vann Danmörku í úrslitaleik, 31:28, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15.


Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Asíu verður heimsmeistari í þessum aldursflokki kvenna í handknattleik. Sigurinn var svo sannarlega verðskuldaður hjá þessu skemmtilega liði því það vann allar viðureignir sínar, átta, á mótinu. Kim Minseo, mikilvægasti leikmaður keppninnar varð markahæst í leiknum. Hún skoraði níu mörk og varð um leið næst markahæsti leikmaður mótsins með 58 mörk.


Danir taka þar með silfrið með sér heim og Ungverjar hrepptu bronsverðlaun. Þeir unnu Hollendinga með eins marks mun 27:26. Holland var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Ungverjar áttu ævintýralegan endasprett þegar þeir skoruðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins.


Frakkland varð í fimmta sæti eftir að hafa unnið Svía, 31:22, í dag. Egyptar hrepptu sjöunda sætið eins og kunnugt er. Ísland hafnaði í áttunda sæti og náði sínum langbesta árangri á heimsmeistaramóti kvenna frá upphafi, óháð aldursflokkum.

Úrslit

1. sæti:
Suður Kórea – Danmörk 31:28.
3. sæti:
Ungverjaland – Holland 27:26.
5. sæti:
Frakkland – Svíþjóð 31:22.
7. sæti:
Egyptaland – Ísland 35:33 (eftir vítakeppni).
9. sæti:
Noregur – Þýskaland 32:24.
11. sæti:
Króatía – Norður Makedónía 32:28.
13. sæti:
Portúgal – Rúmenía 35:32.
15. sæti:
Brasilía – Íran 29:26.


17. sæti:
Spánn – Svartfjalland 26:20.
19. sæti:
Færeyjar – Slóvenía 31:28.
21. sæti:
Sviss – Tékkland 31:23.
23. sæti:
Austurríki – Úsbekistan 36:27.
25. sæti:
Argentína – Slóvakía 26:24.
27. sæti:
Kasakstan – Senegal 37:24.
29. sæti:
Gínea – Indland 38:28.
31. sæti:
Úrúgvæ – Alsír 29:26.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -