- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Færeyingar í 16-liða úrslit – sendu Svía í forsetabikarinn

Eins og gefur að skilja fögnuðu leikmenn færeyska landsliðsins ákaft þegar sigur á Svíum og sæti í 16-liða úrslitum lá fyri. Mynd/IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

Færeyingar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts 19 ára landsliða í gær með því að vinna Svía, 34:31, í úrslitaleik um hvort liðið færi upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit ásamt landsliði Íran. Svíar sitja þar með eftir og leika um sæti 17 til 32 eins og Íslendingar sem töpuðu fyrir Egyptum í gær eins og áður hefur verið rakið, m.a. hér.


Óli Mittún fór á kostum í leiknum og skoraði 17 mörk fyrir færeyska liðið, þar af átta úr vítaköstum. Piltinum efnilega frá Hoyvík héldu bókastaflega engin bönd. Hann leiddi færeyska liðið áfram frá upphafi til enda. Óli hefur áður skorað 17 mörk í leik við Svía.

Óli Mittún skoraði 17 mörk í sigurleiknum á Svíum í gær. Mynd/IHF / HRS / kolektiff

Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi og skiptust liðin á um að vera yfr þar til á síðustu mínútunum að færeysku piltarnir voru sterkari.

Sigurinn undirstrikar ennfremur þann mikla uppgang sem hefur verið í færeyskum handknattleik undanfarin ár. U21 árs landsliðið hafnaði í sjöunda sæti á HM sem fram fór í Grikklandi og Þýskalandi í júní og júlí og A-landsliðið tekur í fyrsta sinn þátt í lokakeppni EM í janúar.

Færeyingar leika við Þjóðverja og Sádi Araba í milliriðlakeppni HM sem stendur yfir á mánudag og þriðjudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -