- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Færeyingar í 8-liða úrslit eftir stórsigur á Sádum

Óli Mittún sækir að vörn Sádi Araba í sigurleiknum í dag. Mynd/IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

Færeyingar eru komnir í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, eftir að þeir tóku Sádi Araba í kennslustund í Opatija í Króatíu í dag, 41:23. Þar með hefur Færeyingum tekist að ná inn í átta liða úrslit á HM 19 og 21 árs liða með nokkurra vikna millibili sem er stórafrek hjá jafn fámennri þjóð.


Færeysku piltarnir urðu að fá að minnsta kosti eitt stig úr leiknum við Sádana í dag. Þeir voru ekki að velta því mikið fyrir sér heldur settu á fulla ferð strax í upphafi. Færeyingar voru með 11 marka forskot eftir fyrri hálfleik, 22:11, og slógu lítið af í síðari hálfleik. Sádar, sem hafa átt ágæta spretti á mótinu, amk framan af, virtust ekki hafa nein ráð í hendi sér við að halda aftur af færeysku piltunum.


Afríkumeistarar Egyptalands verður andstæðingur Færeyinga í átta liða úrslitum á fimmtudaginn.

Ísak Vedelsbøl skoraði níu mörk og var markahæstur í færeyska liðinu. Hinn 15 ára gamli Jákup Egholm var næstur með átta mörk. Markahæsti leikmaður mótsins, Óli Mittún, skoraði fjórum sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -