- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Klúðurslegt tap fyrir Tékkum

Íslensku piltarnir fór illa að ráði sínu gegn Tékkum í dag. Mynd/IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Tékkum í fyrstu umferð C-riðils á heimsmeistaramótinu í íþróttahöllinni í Koprivnica í Króatíu í dag, 29:27.

Óhætt er að segja að íslenska liði hafi farið illa að ráði sínu þar sem afleitar tíu mínútur í lok síðari hálfleiks urðu til þess að færa Tékkum sigurinn. Tékkneska liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:10.

Gátu komist fimm yfir

Þegar tólf mínútur voru til leiksloka voru íslensku piltarnir fjórum mörkum yfir, 22:18, og áttu þess kost að ná fimm marka forskoti. Það gekk ekki. Tékkar sneru vörn í sókn og sneru leiknum um leið sér í hag. Þeir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.

Ísak Steinsson markvörður varði 11 skot í leiknum í dag. Mynd/ IHF / HRS / kolektiff


Svipað var upp á teningnum í fyrri hálfleik. Þá var eins og botninn dytti úr leik íslensku piltanna. Tékkar sem höfðu áttu undir högg að sækja sneru við taflinu. Eftir slakar síðustu 10 mínútur í fyrri hálfleik mætti íslenska liðið ákveðið til leiks í síðari hálfleik og virtist hafa lært af reynslunni. Íslensku piltarnir virtust með tök á leiknum þar til flest snerist upp í andhverfu sína á lokaflanum.

Einar Jónsson annar þjálfara íslenska liðsins ræðir við leikmenn sína í hléi. Mynd/ IHF / HRS / kolektiff

Ekki má misstíga sig aftur

Næsti leikur Íslands á mótinu verður gegn japanska landsliðinu á morgun klukkan 13.30. Ljóst er að ef vonin um sæti í 16-liða úrslitum á rætast mega leikmenn íslenska liðsins ekki misstíga sig oftar í riðlakeppni mótsins. Eftir leikinn á morgun tekur við leikur gegn Afríkumeisturum Egyptalands á laugardag.


Egyptaland vann Japan í dag með átta marka mun, 40:32.

Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Varin skot: Ísak Steinsson 11, 28%.

HMU19: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -