- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Næstu leikir verða við Suður Kóreu og Barein

Ívar Bessi Viðarsson og Ísak Steinsson markvörður. Mynd/ IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið leikur við Suður Kóreu og Barein í milliriðlakeppni um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla í handknattleik. Milliriðlakeppnin stendur yfir á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn. Að henni lokinni skýrist hvort það kemur í hlut íslenska landsliðsins að leika í efri hlutanum, þ.e. um sæti 17 til 24 eða í neðri hlutanum, sæti 25 til 32.

EMU19: Milliriðlakeppni – neðri og efri hluti – úrslit – staðan

Klukkan 11.30 á morgun

Fyrri leikurinn verður við Suður Kóreu á morgun og hefst klukkan 11.30, að íslenskum tíma. Á þriðjudaginn er gert ráð fyrir að flautað verði til leiks í viðureign Íslands og Barein klukkan 13.30.

Maksim Akbachev klappar leikmönnum Barein lof í lófa. Mynd/IHF / HRS / kolektiff

Þjálfari Barein er Íslendingurinn Maksim Akbachev en hann fluttist til Barein í vor og þjálfar þar m.a. yngri landslið eyríkisins við Persaflóa. Bareinar unnu Suður Kóreu í fyrstu umferð riðlakeppninnar en töpuðu fyrir Spáni og Brasilíu.

Ísland og Barein taka með sér tvö stig í milliriðla en Suður Kórea og Japan eru stigalaus.

Ekki verður slegið slöku við

Handbolti.is ætlar ekki að slá slöku við næstu dag. Áfram verður fylgst með leikjum íslenska landsliðsins á HM mótið á enda. Textalýsingar verða frá leikjunum auk þess sem hægt verður að tengjast streymi í gegnum frétt á forsíðu handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -