- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Öruggt á móti Barein – næsti gegn Svíum

Margir piltar sem voru í U19 ára landsliðinu á HM í sumar eru eðlilega í æfingahópi U20 ára landsliðsins. Mynd/Croatia 2023 / Kolektiff images
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann öruggan sigur á Barein í síðari leik sínum í milliriðlakeppni liðanna sem leika um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramótinu í Krótaíu, 34:28. Ísland var með yfirhöndina í leiknum var upphafi til enda, m.a. var sex marka munur í hálfleik, 19:13.


Ísland vann þar með milliriðil tvö og leikur við Svíþjóð á fimmtudaginn klukkan 18 að íslenskum tíma í Rijeka. Íslenska landsliðið leggur þar af leiðandi land undir fót í fyrramálið.

Sigurliðið úr viðureign fimmtudagsins mætir annað hvort Svartfjallalandi eða Marokkó í viðureign um 17. sæti mótsins og sjálfan forsetabikarinn á föstudaginn. Tapliðin tvö leika um 19. sætið, einnig á föstudag í Rijeka.

HMU19: Milliriðlakeppni – neðri og efri hluti – úrslit – staðan

Eftir jafnar upphafsmínútur í dag tók íslenska liðið góðan sprett og skoraði fimm mörk í röð eftir miðjan fyrri hálfleik og komst sex mörkum yfir, 16:10. Allt til leiksloka tókst íslensku piltunum að halda Bareinum í hæfilegri fjarlægð. Bareinar náðu áhlaupi um miðjan síðari hálfleik og tókst að minnka muninn í fjögur mörk, 29:25. Þeir áttu þess kost að ná muninum niður í þrjú mörk. Allt kom fyrir ekki og íslensku piltarnir unnu góðan skyldusigur á andstæðingi sem ekki er alveg hefðbundinn ef svo má segja.

Mörk Íslands: Reynir Þór Stefánsson 6, Eiður Rafn Valsson 5, Elmar Erlingsson 5, Össur Haraldsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Haukur Ingi Hauksson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Ísak Steinsson 5, 23% – Breki Hrafn Árnason 4, 31%.

HMU19: Milliriðlakeppni – neðri og efri hluti – úrslit – staðan

Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -