- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Uppskeran var ekki samræmi við væntingar okkar

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson ræða við leikmenn í hléi í lokaleiknum á HM á föstudaginn. Mynd/IHF / HRS / kolektiff
- Auglýsing -

„Ég dreg ekki fjöður yfir að uppskeran var ekki í samræmi við væntingar okkar. Við ætluðum okkar í sextán liða úrslit, helst í átta í liða úrslit. Því miður tókst það ekki,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðs karla í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Ísland lauk þátttöku sinni á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla á föstudaginn í 19. sæti af 32 þátttökuliðum eftir öruggan sigur á landsliði Svartfjallalands í síðasta leiknum, 38:32.

Taldi og tel okkur vera betri

„Fyrirfram vissum við að riðillinn sem við vorum í á fyrsta stigi mótsins væri erfiður og að leikurinn við Tékka myndi geta skipt miklu máli fyrir framhaldið í keppninni. Ég taldi og tel enn að við séum með betra lið en Tékkar og með eðlilegum leik hjá okkur þá eigum við að vinna þá. Við gerðum hinsvegar mjög mörg mistök í leiknum við Tékka sem gerði út um vonir okkar um sigur,“ sagði Heimir.

Komnir með bakið upp að vegg

„Eftir tap á móti Tékkum þá vorum við komnir með bakið upp að vegg. Í næsta leik á eftir unnum við Japani og síðan var alltaf ljóst að Egyptar yrðu erfiðir. Fyrir þeim töpuðum við naumlega í hörkuleik og þar með var sæti í sextán liða úrslitum runnið okkur í greipum. Egyptar unnu Svía og Norðmenn á móti rétt fyrir HM og eru núna komnir í leik um verðlaunasæti á HM,“ sagði Heimir og bætti við að leikmenn sínir hafi sýnt mikinn karakter með því að vinna leikina tvo í milliriðli mjög örugglega, gegn Barein og Suður Kóreu. Menn hafi ekki látið hug falla þótt markmiðin um sæti í 16-liða úrslitum hafi farið út í veður og vind.

Úrslit íslenska á HMU19 ára landsliða:
Ísland – Tékkland 27:29 (10:12).
Ísland – Japan 35:28 (13:10).
Ísland – Egyptaland 30:33 (15:14).
Ísland – Suður Kórea 38:23 (18:13).
Ísland – Barein, 34:28 (19:13).
Ísland – Svíþjóð 36:41 (21:20).
Ísland – Svartfjallalandi 38:32 (18:15).

Silfurlið EM í fyrra

„Síðan mættum við besta liðinu sem eftir var í hópi sextán liðanna í neðri hlutanum, Svíþjóð sem varð í öðru sæti á EM 18 ára landsliða í fyrra. Við lékum hörkuleik við Svía þar sem við vorum síst lakari lengst af.

Í síðasta leiknum, gegn Svartfellingum, vorum við öll ráð í hendi okkar frá upphafi til enda og því fór svo að við unnum örugglega með sex marka mun,“ sagði Heimir.

Einn sigur hefði miklu breytt

Heimir segir það vera sína skoðun að íslenska liðið sé á meðal tíu til tólf bestu í heiminum þrátt fyrir að 19. sætið hafi orðið niðurstaðan að þessu sinni. Einn sigurleikur til viðbótar, gegn Tékkum, hefði getað gjörbreytt niðurstöðunni.

„Hvað sem því líður þá er alveg ljóst að niðurstaðan er ekki í samræmi við væntingar okkar þjálfaranna og leikmanna fyrir mótið,“ sagði Heimir Ríkarðsson sem kom með sveit sína til landsins síðdegis í gær.

Sex af sextán leikmönnum U19 ára landsliðsins eru á yngri ári, þ.e. fæddir 2005. Tíu eru þar af leiðandi á eldra ár,  fæddust 2004.

Næsta verkefni þessa leikmannahóps er Evrópumót 20 ára landsliða í Slóveníu að ári liðnu og síðan tekur við heimsmeistaramót 21 árs landsliða í Póllandi eftir tvö ár gangi allt að óskum.

HMU19: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -