- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Ævintýri Færeyinga heldur áfram – komnir í átta liða úrslit HM

Frændur okkar frá Færeyjum halda áfram að fara á kostum á HM. Mynd/IHF/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, heldur sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu. Í dag lögðu færeysku piltarnir þá brasilísku, 33:27, og tryggðu sér um leið sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem er stórkostlegt afrek fyrir rúmlega 50 þúsund manna þjóð.

Portúgal vann Spán, 33:31, fyrr í dag. Þar með eru Portúgalar og Færeyingar með fjögur stig hvor fyrir lokaumferðina í milliriðli tvö á morgun. Evrópumeistarar Spánverja eru án stiga og þótt þeir vinni Brasilíu á morgun þá mun það ekki hjálpa þeim inn í átta liða úrslit.


Færeyingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik með snillingana Elias Ellefsen á Skipagøtu og Hákun West af Teigum fremsta í flokki. Elías skorað 13 mörk en Hákun 10.

Báðir leika þeir með þýsku liðum á næstu leiktíð. Elías gengur til liðs við THW Kiel og Hákun gerist liðsmaður Füchse Berlin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -