- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Færeyingar höfðu metnaðinn

Óli Mittún sækir að vörn Króata í leiknum í morgun. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Færeyingar kræktu í sjöunda sætið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla í morgun þegar þeir unnu Króata á sannfærandi hátt með fjögurra marka mun, 31:27, í Max Schmeling Halle í Berlín. Færeyingar unnu þar með sex leiki í mótinu en töpuðu tveimur og geta vel við unað þótt vissulega hafi þeir um skeið séð sæti í undanúrslitum í hillingum.

Þjálfarar beggja liða róteruðu mjög leikmannahópum sínum í leiknum og vafalaust kom það eitthvað niður á leiknum.

Færeysku piltarnir virtust hafa meiri metnað og löngun til þess að vinna leikinn. Þeir tóku snemma yfirhöndina og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.

Um miðjan síðari hálfleik voru Króatar fjórum mörkum undir, 25:21, og virtust aðeins bíða þess að leiknum lyki. Færeyska liðið hélt dampi til loka og vann góðan sigur og fer heim frá mótinu reynslunni ríkara.

Aftur í janúar

Nokkir leikmenn færeyska liðsins verða í eldlínunni með A-landsliðinu í lokakeppni EM í janúar á næsta ári. Leikir Færeyinga í riðlakeppninni verða í Berlín, reyndar ekki í Max Schmeling Halle heldur Mercedes-Benz Arena sem er nokkru stærri, rúmar um 5.000 áhorfendum meira.

Rói Ellefsen Á Skipagötu var markahæstur með fimm mörk. Bróðir hans Elias hafði sig lítt í frammi og sat lengi á meðal varamanna. Elías skoraði tvisvar sinnum. Óli Mittún, Pauli Hoj, Kristoffur Bjorgvin, Bogi Hansen og Kristian Jensen skoruðu fjögur mörk hver.

Ísland og Serbía mætast klukkan 13.30 í viðureign um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu. Fylgst verður með leiknum í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -