- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Færeyingar unnu silfurlið EM í fyrra – leika við Serba í Berlín

Færeyska landsliðið sem vann Portúgal í dag. Mynd/IHF/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið heldur áfram að fara með himinskautum á heimsmeistaramóti karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Færeyingar tóku silfurlið Evrópumótsins 20 ára landsliða á síðasta ári, Portúgal, í karphúsið í dag. Niðurstaðan var átta mark færeyskur sigur, 27:19, í Hannover og þar með sigur í milliriðli tvö á mótinu.

Serbar bíða í Berlín

Færeyingar mæta Serbum í átta liða úrslitum í Max Schmeling Halle í Berlín á fimmtudaginn. Verður afar fróðlegt að sjá hvort frændum okkar tekst að vinna þriðja verðlaunaliðið frá EM 20 ára landsliða á síðasta ári. Serbar hrepptu bronsverðlaun á því móti.

Portúgalar, sem löngum hafa verið sérfræðingar í að leika sjö á sex í sókn, áttu engin svör við sjö manna sóknarleik Færeyinga í dag ekkert frekar en Spánverjar og fleiri á þessu móti. Forskot Færeyinga var fimm mörk í hálfleik, 15:10.

Hvíldu lykilmenn

Sigur Færeyinga er enn athyglisverðari í ljósi þess að helstu stjörnur liðsins Elias Ellefsen á Skipagøtu, Hákun West av Teigum, línumaðurinn Ísak Vedelsbøl og markvörðurinn Pauli Jacobsen komu lítið eða ekkert við sögu. Markvörðurinn Aleksandar Lacok fór á kostum og varði 39% af þeim skotum sem á mark hans kom. Ljóst er að færeyska liðið er ekki á flæðiskeri statt með markverði. Lacok stóð sig einnig vel gegn Brasilíu í gær.

Bogi Hansen og Bjarni í Selvindi voru markahæstir í færeyska liðinu með átta mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -