- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Gríðarsterkir Ungverjar bíða Íslendinga í undanúrslitum

Strákarnir gleðjast eftir sigur á Portúgal í átta liða úrslitum. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Ungverjar verða andstæðingur íslenska landsliðsins í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, á laugardaginn. Handbolti.is hefur fengið staðfest að leikurinn hefst klukkan 18 að staðartíma í Berlín, klukkan 16 heima á Íslandi.


Ungverjar unnu Króata örugglega í átta liða úrslitum í leik sem var að ljúka, 28:23. Ungverska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Það var talsvert sterkara í síðari hálfleik.

Þjóðverjar eða Danir mæta Serbum í hinni viðureign undanúrslitanna. Leikur Þjóðverja og Dana fer að hefjast hvað úr hverju í Max Schmeling Halle í Berlin. Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -