- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Ísland er eina þjóð Norðurlanda sem á lið í undanúrslitum

Íslensku strákarnir fagna sæti í undanúrslitum HM í dag. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem á lið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þýska landsliðið tryggði sér síðasta sætið í undanúrslitum með sigri á danska landsliðinu, undir stjórn Arnórs Atlasonar, 31:26, í fjórða og síðasta leik undanúrslita í Max Schmeling Halle í Berlin fyrir stundu. Nærri 4.000 áhorfendur voru á leiknum og afar góð stemning.

Þjóðverjar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Forskot þeirrra var sex mörk að loknum fyrri hálfleik, 17:11.

Þýskaland mætir Serbíu í seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 16. Ísland og Ungverjalandi eigast við í fyrri viðureigninni sem hefst klukkan 13.30. Sigurlið leikja takast á um gullverðlaunin á sunnudaginn. Tapliðin bítast um bronsið.

Danir og Færeyingar eigast við

Danir leika við Færeyinga í krossspili um fimmta til áttunda sætið á laugardagsmorgun. Í hinni viðureigninni eigast við Króatía og Portúgal sem tapaði fyrir íslenska landsliðinu. Sigurliðin leika um 5. sæti á sunnudaginn og tapliðin um 7. sætið.

Leikjum um sæti níu til 32 lauk í dag og má sjá úrslit þeirra í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -