- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Þríburar í landsliði Túnis

Þríburabræðurnir frá Tunis, Yassine, Anis Ben Amine Salem glaðir í bragði eftir sigur á Alsír. Yassine var valinn maður leiksins í leikslok. Mynd/IHF/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Vel þekkt er að bræður eða systur leiki saman í handknattleiksliði eða jafnvel í landsliði. Það þekkist hér á landi sem og annarsstaðar. M.a. hafa bræðurnir Niklas og Magnus Landin verið samherjar hjá þýska liðinu THW Kiel og heimsmeistarar með danska landsliðinu. Þrennir bræður, Sebastián, Diego and Pablo, voru nokkrum sinnum samherjar í landsliði Argentínu fyrir nokkrum árum.

Fáheyrt er að þríburar leiki saman hjá félagsliði, hvað þá með landsliði. Sú er raunin hjá Yassine, Amine og Anis Ben Salem. Þeir eru í eldlínunni með landsliði Túnis á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem stendur yfir um þessar mundir í Grikklandi og í Þýskalandi. Yassine og Amine eru í burðarhlutverkum en fyrir hefur komið að Anis hafi verið inni á leikvellinum með bræðrum sínum. Yassine leikur með franska liðinu Chartres en hinir eru ennþá heima í Túnis.

Alltaf í handbolta

Þríburabræðurnir hafa æft handknattleik frá barnæsku. Nær allur frítími hefur farið í æfingar árum saman enda metnaðurinn mikill.

Þeir eiga tvo bræður, einn eldri og annan yngri. Sá yngri, sem fæddur er 2008, er þegar byrjaður að æfa með 15 ára landsliði Túnis svo aldrei er að vita nema að þeir verði fjórir saman bræðurnir í A-landsliði Túnis þegar fram líða stundir.

Engum sögum fer af afrekum þess elsta á handknattleiksvellinum.

Í milliriðla

Þríburarnir og samherjar þeirra hafa gert það gott á heimsmeistaramótinu. Landslið Túnis er komið í hóp með 16 bestu liðum mótsins í fyrsta sinn eftir að hafa lagt landslið grannþjóðanna, Alsír og Líbíu, í riðlakeppninni. Framundan er milliriðlakeppni og leikir við Pólland, Króatíu eða Frakkland á sunnudag og mánudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -