- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Þýskaland varð heimsmeistari – slógu Ungverja út af laginu

Heimsmeistarar Þjóðverjar í handknattleik karla, 21 árs og yngri. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Þjóðverjar slógu upp veislu með 9.000 áhorfendum í Max Schmeling Halle í Berlín í kvöld og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Þeir unnu afar öruggan sigur á Ungverjum í úrslitaleik, 30:23, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.

Síðari hálfleikur var aldrei spennandi, til þess var þýska liðið einfaldlega alltof sterkt. Ungverska liðið, sem hefur leikið allra liða best í keppninni brotnaði undan stemningunni og varð aldrei sjálfu sér líkt.

Þetta er í þriðja sinn sem Þýskaland vinnur heimsmeistaratitilinn í aldursflokki 21 árs og yngri og fyrsta sinn í 12 ár.

Röð liðanna á mótinu:

RöðLandRöðLand
1Þýskaland17Pólland
2Ungverjaland18Noregur
3Ísland19Japan
4Serbía20Slóvenía
5Danmörk21Sádi Arabía
6Portúgal22Alsír
7Færeyjar23Marokkó
8Króatía24Kúveit
9Spánn25Argentína
10Egyptaland26Angóla
11Frakkland27Bandaríkin
12Svíþjóð28Kúba
13Barein29Chile
14Túnis30Líbía
15Grikkland31Kosta Ríka
16Brasilía32Grænland
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -