- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hnífjafnt í Fredericia – mikið undir í Esbjerg á sunnudaginn

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingaliðin Fredericia HK og Ribe-Esbjerg skildu jöfn í hnífjöfnum og æsilega spennandi fyrri undanúrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn í thansen Arena í Fredericia í kvöld, 27:27. Síðari viðureign liðanna verður í Esbjerg í hádeginu á sunnudag. Sigurliðið í þeirri viðureign mætir annað hvort Skjern og Aalborg Håndbold í úrslitaleikjum um danska meistaratitilinn.

Skjern og Aalborg Håndbold mætast í fyrra sinn í kvöld.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð lengst af leiksins í marki Ribe-Esbjerg og varði 9 skot, 27%. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Elvar lék nánast allan leikinn, jafnt í vörn sem sókn.

Gríðarlega spenna ríkti meðan á leiknum stóð enda mátti vart á milli liðanna sjá. Ribe-Esbjerg átti síðustu sóknina og þrátt fyrir leikhlé 17 sekúndum fyrir leikslok tókst ekki að leggja svo kyrfilega á ráðin að leikmönnum lánaðist að skora sigurmark.

Fredericia HK var marki yfir í hálfleik, 13:12.

Einar Þorsteinn Ólafsson átti eina stoðsendingu fyrir Fredericia HK. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari liðsins og stjórnaði því af festu eins og honum einum er lagið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -