- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfum tengt saman þrjá sigurleiki

Kári Garðarsson þjálfari Gróttu ræðir við leikmenn sína í vetur. Hann hefur ákveðið að láta gott heita í þjálfun í bili, að minnsta kosti. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Kári Garðarsson, hinn sigursæli þjálfari kvennaliðs Gróttu, var glaður í bragði eftir góðan sigur Gróttu á Selfoss í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag, 35:28, í Hertzhöllinni í dag. Um var að ræða þriðja sigur Gróttu í röð í deildinni og er liðið nú í öðru sæti með átta stig.


„Þetta var góður sigur gegn öflugu liði. Það er gott að vera búin að tengja saman þrjá sigra í deildinni,“ sagði Kári við handbolta.is.


„Við vorum yfir allan leikinn en Selfyssingar spiluðu agaðan og vel skipulagðan sóknarleik. Það varð þess valdandi að við náðum ekki að slíta þær almennilega frá okkur fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Sóknarleikur míns liðs var til fyrirmyndar allan leikinn,“ sagði Kári sem á næst leik gegn Fjölni-Fylki á útivelli eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -