- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höldum vonandi áfram á sömu braut og gegn Póllandi

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

0

Kvennalandsliðið í handknattleik kom til Schaffhausen í Sviss eftir hádegið í gær og æfði seinni hluta dagsins. Í kvöld mætir liðið landsliði Sviss í Basel í fyrri vináttulandsleiknum í undirbúningi beggja landsliða fyrir Evrópumótið sem hefst undir lok næstu viku í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi.

Viðureign Íslands og Sviss í Basel í kvöld hefst klukkan 18.30. Handbolti.is verður með beint streymi frá leiknum í Basel.

Lið þjóðanna mætast öðru sinni í Schaffhausen á sunnudaginn.


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir undirbúninginn vera að nokkru leyti svipaðan og fyrir HM. Þá fór landsliðið einnig út tímanlega fyrir móti og lék vináttuleiki auk þess að stunda æfingar.

Erfitt að fá landsleiki heima

„Það er erfitt að fá landslið heim til Íslands í aðdraganda stórmóta. Við mætum þeirri staðreynd með því að fara út til Sviss og fá tvo góða leiki fyrir EM,“ segir Arnar í samtali við handbolta.is sem tekið var upp áður en hann fór með sveit frá Fróni í gær.

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.

Áfram á sömu braut

Arnar vonast til þess að landsliðið haldi áfram á þeirri braut sem það var á í vináttuleikjum við Pólverja hér á landi fyrir um mánuði. „Ég var ánægður með margt í þeim leikjum, ekki síst hvernig við mættum inn í síðari leikinn eftir afar góða frammistöðu í fyrri viðureigninni,“ segir Arnar en íslenska liðið vann báðar viðureignir við Pólverja. Kom það mörgum á óvart en sýndi hvað í landsliðinu býr þegar það nær vel saman.

Til Innsbruck á þriðjudag

„Eftir síðari leikinn við Sviss á sunnudaginn ætlum við að eiga rólegan dag á mánudaginn áður farið verður til Innsbruck á þriðjudaginn. Þegar til Innsbruck verður komið þá tekur á móti okkur rútína sem er vel skipulögð.“

Mikilvæg reynsla

Arnar segir ennfremur að hópurinn búi að mikilvægri reynslu af þátttöku á stórmóti eftir að hafa verið með á HM í fyrra.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Arnar efst í þessari frétt. Í viðtalinu fer Arnar yfir næstu daga landsliðsins áður en það fer til Innsbruck á þriðjudag.

- 24 landslið taka þátt í EM kvenna. Þau hafa verið dregin í sex fjögurra liða riðla. Tvö lið halda áfram úr hverjum riðli yfir í milliriðla. Tvö neðstu liðin falla úr leik.
- Riðlakeppnin verður leikin í Debrecen í Ungverjalandi, Basel í Sviss og Innsbruck í Austurríki. Tveir riðlar á hverjum stað.
- Milliriðlar verða leiknir í Debrecen og Vínarborg.
- EM hefst 28. nóvember og lýkur með úrslitaleik 15. desember í Vínarborg.
  • Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -