- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingar taka Tékka með sér til Þrándheims

Kelly Dulfer leikmaður hollenska landsliðsins í þann mund að skora eitt marka sinna gegn Spánverjum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hollendingar og Tékkar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum úr milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Hollendingar voru í góðri stöðu fyrir síðasta leik sinn og tefldu ekki á tvær hættur heldur gerðu út um vonir Spánverja með stórsigri, 29:21, í Frederikshavn síðdegis. Þar með tóku Hollendingar tékkneska landsliðið með sér áfram.

Holland vann riðilinn og mætir liðinu sem hafnar í öðru sæti í milliriðli tvö. Ljóst er að það verður annað hvort Frakkland eða Noregur, hvort þeirra það verður skýrist síðar í kvöld er lið þjóðanna hafa leitt saman hesta sína.


Tékkar töpuðu fyrir Brasilíukonum í dag, 30:27. Tapið kom ekki að sök af því að Spánn náði ekki að leggja Hollendinga.

Besta markatalan

Tékkland, Brasilía og Spánn eru með sex stig hvert. Tékkar standa best að vígi í innbyrðis leikjum liðanna og halda þar með áfram. Brasilía og Spánn sitja eftir. Ljóst er að mikil vinna bíður hins þrautreynda þjálfara Ambros Martín við að rífa upp spænska landsliðið sem var slakast af liðunum þremur sem enduðu með sex stig í riðlinum.

Fara til Þrándheims

Landslið Argentínu og Úkraínu ráku lestina í milliriðli fjögur og halda heima á leið á morgun eins Brasilía og Spánn.
Hollendingar og Tékkar halda til Þrándheims þar sem þeirra bíður leikur á þriðjudagskvöld í átta liða úrslitum.

Annar sigur Angóla

Þegar þetta er ritað er einni viðureign lokið í milliriðli tvö. Angóla vann Suður Kóreu, 33:31. Angóla sem fór áfram á kostnað Íslands með minnsta mun lagði bæði Austurríki og Suður Kóreu í milliriðli og hafnar þar með í 13. til 16. sæti þegar mótið verður gert upp.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -