- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingar tóku til fótanna – upp úr sauð í Varaždin

Leikmenn hollenska landsliðsins í Varaždin í kvöld rétt áður en þeir tóku til fótanna inn í klefa. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Stuðningsmenn landsliðs Norður Makedóníu urðu sjálfum sér og þjóð sinni til skammar í kvöld þegar þeir létu öllum illum látum á áhorfendapöllunum í Varaždin í Króatíu þegar Hollendingar unnu Norður Makedóníu, 37:32, í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Voru lætin slík að leikmenn hollenska landsliðsins tóku til fótanna og inn í klefa eftir að leiknum lauk. Þeir óttuðust um öryggi sitt. Þá höfðu áhorfendur kastað að þeim ýmsu lauslegu, ekki bara eftir að leiknum lauk heldur einnig á meðan viðureignin stóð yfir.


Fullvíst má telja að eftirmálar verði af upphlaupi stuðningsmanna landsliðs Norður Makedóníu. Hollenski markvörðurinn Matthias Rex sagði við TV2 í Danmörku að hann hafi fengið yfir sig vatn á meðan á leiknum stóð. Í öðrum fjölmiðlum er fullyrt að hrækt hafi verið að Staffan Olsson landsliðsþjálfara Hollendinga. Víst er að upp úr sauð og framkoma Norður Makedóníumönnum ekki til framdráttar, hvorki utan vallar né innan.

Tvö rauð spjöld

Reiði fólksins beindist bæði að hollenska liðinu, dómurum leiksins, Dönunum Mads Hansen og Jesper Madsen og Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF. Dómararnir ráku Norður Makedóníumenn 12 sinnum af leikvelli og sýndu þeim tvisvar rautt spjald fyrir grófan leik. Höfðu áhorfendur uppi stór orð um IFH-mafíu og fleira í þeim dúr. Allt þekktar klysjur.

Á sér enga hliðstæðu

Uppákoma eins og þessi á sér ekki hliðstæðu á heimsmeistaramóti í handknattleik, að minnsta kosti í síðari tíð. Hinsvegar vill oft sjóða upp í kappleikjum í löndum eins og Norður Makedóníu. Er það þá bundið við félagsliðahrepparíg.

Hollendingar, Ungverjar og Norður Makedóníumenn eru öruggir um sæti í milliriðlum en óljóst hvort það verður Ungverjaland eða Holland sem fer áfram með fullt hús stiga. Það skýrist á sunnudaginn. Norður Makedóníumenn fara ekki með nema eitt stig áfram eftir jafntefli við Ungverja í fyrrakvöld. Gíneumenn verða að gera sér að góðu að leika um forsetabikarinn, sæti 25 til 32.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -