- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Holstebro í fimmta sæti – Elvar fór á kostum

- Auglýsing -

TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, situr í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir jafntefli við Bjerringbro/Silkeborg, 36:36, í Silkeborg í kvöld. Heimamenn jöfnuðu metin skömmu fyrir leikslok. Þeir voru reyndar með frumkvæðið í viðureigninni, lengi vel, en þegar dró nærri leikslokum komst Holstebro einu marki yfir.


Jóhannes Berg Andrason skoraði þrjú mörk í sex skotum fyrir Holstebro-liðið sem hefur 12 stig eftir 11 viðureignir, tíu stigum á eftir meisturum Aalborg sem hafa talsverða yfirburði eins og sjá má í stöðunni sem birt er neðst í greininni.

Elvar í stuði

Ribe-Esbjerg færðist upp í 9. sæti úrvalsdeildar eftir stórsigur á neðsta liðinu, Grindsted, á heimavelli í dag, 36:24. Elvar Ásgeirsson fór á kostum í liði Ribe-Esbjerg, skoraði sex mörk í átta skotum og gaf fimm stoðsendingar. Elvari var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Ágúst Elí Björgvinsson var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg að þessu sinni.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -