- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörð mótspyrna nægði ekki gegn heimsmeisturunum

U20 ára landsliðið leikur Noreg í dag um 7. sæti á EM. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði fyrir heimsmeisturum Spánar með sjö marka mun, 37:30, í síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita Evrópumótsins í handknattleik karla í Celje í dag. Spánverjar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16.

Ísland leikur þar með um fimmta til áttunda sætið á mótinu, fyrst í krossspili á morgun og loks um sæti á sunnudaginn. Hver andstæðingurinn verður í krossspilinu á morgun skýrist ekki fyrr en í kvöld þegar keppni verður lokið í hinum riðli átta liða úrslitanna.

Þessi árgangur Íslands hafnaði í 19. sæti á HM fyrir ári og varð í 10. sæti á EM fyrir tveimur árum.

Spánn kemst í undanúrslit mótsins ásamt grönnum sínum frá Portúgal. Einnig er allt á huldu með andstæðinga þeirra í undanúrslitum á morgun.

Íslensku piltarnir lögðu allt í leikinn við Spánverja. Þeir komu til baka eftir að hafa verið fimm mörkum undir eftir 17 mínútur, 12:7, og jöfnuðu metin áður en spænska liðið komst tveimur mörkum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleik afar vel og minnkað forskot Spánar niður í eitt mark, 20:21. Næstu mínutur voru slæmar og með nokkrum sóknarmistökum sem Spánverjar nýttu til að ná fimm marka forkskoti, 27:22. Eftir það hélst munurinn fjögur til sex mörk allt þar til í lokin.

Til þess að vinna spænska liðið þarf allt að ganga upp. Íslensku piltarnir lögðu allt í sölurnar og léku einn sinn besta leik í keppninni. En því miður dugði það ekki.

Mörk Íslands: Reynir Þór Stefánsson 11, Össur Haraldsson 6, Birkir Snær Steinsson 5, Elmar Erlingsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.
Varin skot: Ísak Steinsson 13, 31% – Breki Hrafn Árnason 0.

Handbolti.is var í Dvorana Zlatorog og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -