- Auglýsing -
Hörður kærði ekki framkvæmd viðureignar liðsins við ÍBV 2 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Kærufrestur er liðinn en hann er sólarhringur frá leiknum sem fram fór í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Úrslit leiksins standa þar með og ÍBV 2 verður á meðal liðanna 16 sem dregin verða í næstu umferð Poweradebikars karla.
Undir lok viðureignarinnar gerði þjálfari Harðar athugsemdir við leikhlé sem hann óskað eftir hafi ekki verið tekið til greina í tíma. Sagðist hann hafa óskað eftir leikhléi áður en boltinn var dæmdur af liðinu vegna sóknarbrots. Upp úr því hófst atburðarrás sem m.a. leiddi til þess að þjálfarinn fékk rautt spjald og var í gær úrskurðaður í eins leiks bann.