- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður leikur í Olísdeildinni á næstu leiktíð

Leikmenn Harðar og fylgifiskar eftir sigurinn á Torfnesi í gærkvöld. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Hörður á Ísafirði leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hörður tryggði sér sigur í deildinni í kvöld með því að leggja Þór Akureyri, 25:19, í lokaumferðinni á Ísafirði í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Vestfjörðum tekur sæti í efstu deild karla í handknattleik.


Hörður var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Í hálfleik skildu fimm mörk liðin að, 14:9. Þórsurum tókst að minnka forskot Harðar í tvö mörk, 17:15, í síðari hálfleik. Nær en sem nemur tveimur mörkum lánaðist Þórsurum ekki að komast.


Hörður hlaut 34 stig í 20 leikjum.


Hörður – Þór Ak 25:19 (14:9).
Mörk Harðar: Óli Björn Vilhjálmsson 6, Suguru Hikawa 5, Guntis Pilpuks 3, Mikel Amilibia Aristi 3, Jón Ómar Gíslason 3, Kenya Kasahara 2, Sudario Eidur Carneiro 1, Tadeo Salduna 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.
Mörk Þórs Ak.: Viðar Ernir Reimarsson 6, Tomislav Jaguronovski 6, Hilmir Kristjánsson 2, Jóhann Einarsson 2, Aron Kristjánsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1.

ÍR hafnaði í öðru sæti með 33 stig og leikur við Kórdrengi í 1. umferð umspilsins.


Fjölnir hreppti þriðja sætið þrátt fyrir átta mark tap fyrir ungmennaliði Hauka á Ásvöllum í kvöld, 29:21. Fjölnir leikur við Þór í hinni rimmu umspilsins. Fjölnir á heimaleikjaréttinn.


Umspilskeppnin hefst 21. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -