- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hraðinn verður mikið meiri

Ómar Ingi Magnússon er einn fimm leikmanna í sögu þýsku 1. deildarinnar sem skorað hefur yfir 500 mörk á tveimur fyrstu tímabilum sínum í deildinni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Leikurinn verður hraðari en viðureignin við Portúgal. Meira verður um árásir maður á mann sem er nokkuð sem hollensku leikmennirnir eru góðir í,” sagði Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik spurður um hverju megi búast við í leiknum við Hollendinga í kvöld á Evrópumeistaramótinu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

„Við viljum spila góðan leik og vinna. Það er okkar markmið fyrst og fremst, halda einbeitingunni á okkur í stað þess að horfa um of um öxl, ” sagði Ómar Ingi ennfremur og bætti við.


„Bæði lið vilja leika hratt og hlaupa hraðaupphlaup. Við erum undir það búnir. Mér finnst hollenska liðið leika mjög vel. Það þekkir sín takmörk og einbeitir sér að því að gera það sem þeir geta mjög vel. Þeir fara ekkert framúr sér.”

Einn liðsfélagi Ómars Inga og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar hjá þýska félagsliðinu SC Magdeburg, Kay Smits, leikur stórt hlutverk í hollenska landsliðinu. Hann skorað 11 mörk í viðureign Hollendinga og Ungverja á fimmtudagskvöld. „Hann er hörkuspilari,” sagði Ómar og teygði ekki lopann við að lýsa samherja sínum sem verður í liði andstæðinganna í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -