- Auglýsing -
Hreiðar Levý Guðmundsson er mættur á æfingar íslenska landsliðsins í handknattleik karla. Ekki stendur til að hann fari í sína gömlu stöðu á milli markstangana heldur mun hann leiðbeina markvörðunum Daníel Frey Andréssyni, Grétari Ara Guðjónssyni og Viktori Gísli Hallgrímssyni á æfingum landsliðsins þessa vikuna.
Eftir að Tomas Svensson hætti í febrúar hefur markvarðaþjálfari ekki verið í þjálfarateymi landsliðsins.
Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ sagði við handbolta.is að Hreiðar hafi ekki verið ráðinn til starfans. Hann verði með landsliðinu á æfingum þessa vikuna og framhaldið verði síðan metið. Hreiðar Levý er markvarðarþjálfari U20 ára landsliðsins og hjá ÍR.
Hreiðar Levý átti nær óslitið sæti í landsliðinu frá 2005 til 2012 og var m.a. einn af silfurdrengjunum í Peking 2008 og hlaut fálkaorðuna við heimkomu frá leikunum.
- Auglýsing -